Tuesday, February 11, 2003

Stefán Karlsson
Tungan

Það er mjög fróðlegt að lesa grein Stefáns um sögu íslenskunnar eða höfuþætti íslenskrar málsögu. Mér þótti athyglisvert og fylltist stollti eins og sannur Íslendingur þegar ég las um varðveislu málsins í samanburði við önnur mál þjóða í nágrenni okkar, t.d. norsku, færeysku og dönsku. Stefán segir frá því að þegar íslenskar ritheimildir koma fyrst til sögunnar, á seinni hluta 12. aldar, hafi verið ákaflega lítill munur á íslensku og norsku, en sá munur hafi farið vaxandi strax á 13. og 14. öld. Norskan breyttist meira og einfaldaðist til muna og þá sérstaklega beygingarkerfi hennar. Mál norrænna manna var oft nefnt dönsk tunga og á 13. öld stundum norræn tunga. Norræna var svo notað yfir tungumál norrænna manna eða þeirra sem áttu uppruna að rekja til Noregs og enn síðar um íslensku eina og sér. Sameiginlegt fornnorrænt beygingarkerfi er varðveitt í íslensku í öllum meginatriðum en hefur einfaldast til muna í öðrum norrænum málum. Það vakna hjá manni spurningar um það hvers vegna íslenskan virðist breytast minna en aðrar tungur og virðist nærtækasta skýringin vera landfræðileg staða landsins. Aðrar skýringar er að finna þegar saga málhreinsunar er skoðuð.

Grein Stefáns er efnismikil og afar fróðleg. Ég ætla að staldra við hér í bili en kem fljótt aftur að efni greinarinnar.